tisa: Tinna hin tvöfalda

miðvikudagur, október 18, 2006

Tinna hin tvöfalda

Ég er að verða latari og latari í þessum skrifum mínum.

En það er líka af því að eignaðist tvö ný líf.
Líf eitt heitir Tuttugu og fjórir. Það snýst um það eitt að horfa á Jack Bauer bjarga heiminum, og svo þarf hann ekki einu sinni að sofa. Alveg hreint magnað.

Líf tvö heitir Sims. Það snýst um enduruppgvötun mína á Sims. Núna get ég ekki hætt. Stundum dreymir mig líka um Sims.

Ef ég er ekki í Sims og ekki að horfa á hann Jackie boy, þá er ég mjög líklega að vinna.




Annars var ég velta því fyrir að fyrst Skjár Einn er í svona "endursýnum gamla og hallærislega þætti sem allir horfa samt á og geta ekki hætt að tala um" stuði, hvort þeir ættu ekki taka sig til og sýna mér Baywatch aftur. Ég heimta Hasselhoff í rauðu sundskýlunni hlaupa í slow motion!

En já.

Ég ákvað að fara algerlega út karakter og taka þátt í leikfimitíma á mánudaginn. Ég er ennþá með harðsperrur.

Lexía: Aldrei aftur að brjóta á móti boðorðinu mínu: Leti er lífstíll, minn lífstíll.


Önnur mistök sem ég er búin að gera er að færa mig yfir til SKO. Mér fannst það voða sniðugt og gaurinn sem hringdi og bauð mér þetta var ýkt hress og skemmtilegur. Þannig ég kolféll fyrir honum og skráði mig í SKO. Núna er síminn minn án símaskrár og sambandslaus. Bravó.

Lexía: Ekki trúa helhressa gaurnum sem hringir í þig. Hann er að ljúga.

Sonur Satans.


Annars ætla ég að vera nörd og skella mér á ræðukeppni og hlusta á barnaátsumræðu...

Svo er það hetjan mín, Jack.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 20:42

1 comments